3.9 C
Selfoss

Viltu vera partur af háskólasamfélaginu á Suðurlandi?

Vinsælast

Háskólafélag Suðurlands tekur nú fyrstu skrefin í átt að atvinnubrú sem snýr að því að efla og styrkja háskólasamfélagið á Suðurlandi.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að tengja saman háskólasamfélagið, atvinnumarkaðinn og háskólanemendur og um leið efla nýsköpun, fjölga háskólamenntuðum á Suðurlandi og vonandi með tíð og tíma fjölga atvinnutækifærum.

Við teljum að með því að opna fyrir möguleikann á  umræðu og þátttöku á sameiginlegum grundvelli séum við að útvíkka þjónustu okkar til nemenda og gefa þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á fleiri þætti er varða þjónustu og framboð á háskólanámi á landsbyggðinni.

Nemendaþjónusta Háskólafélags Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi veitir nemendum í stað- og fjarnámi margvíslega þjónustu í formi prófaþjónustu, verkefna- og lesaðstöðu og notalegt umhverfi til hópavinnu.

Við viljum endilega auka aðgengi að háskólasamfélaginu og efla umræðu um háskólanám á Suðurlandi. Við bjóðum því sunnlenska nemendur velkomna í hópinn okkar.

Hægt er að skanna QR kóðann á myndinni eða finna hópinn á Facebook með því að smella hér.

HFSU

Nýjar fréttir