3.9 C
Selfoss

Flest gullverðlaun til Selfyssinga

Vinsælast

Goumót Júdófélags Reykjavíkur var haldið laugardagin 24. febrúar en það er æfingamót fyrir yngstu iðkendurna frá  7-10 ára. Mótið er opið öllum klúbbum og fá allir keppendur þátttökuverðlaun. Keppendur voru fimmtíu og tveir frá eftirfarandi fimm klúbbum, Judofélag Reykjavíkur, Judodeild Ármanns, Judofélagi Reykjanesbæjar, Judodeild Grindavíkur og Judodeild UMF Selfoss.

Flestir þátttakendanna voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og stóðu þau sig alveg frábærlega og höfðu þjálfarar þeirra í nógu að snúast við að undirbúa þau og leiðbeina. Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir stundum saman í flokkum ef þannig stendur á sem og stundum þarf að sameina þyngdarflokka svo allir fái mótherja.

Mótið var vel sótt bæði af keppendum sem og foreldrum og eða öðrum skyldmennum sem fylgdust með keppninni. Þetta var frábær skemmtun og ótrúlega flott judo sem þessir ungu iðkendur sýndu. Flestir keppendurnir komu frá Júdódeild Selfoss að þessu sinni og unnu þeir flest gullverðlaunin en þeir hafa oftast verið fjölmennastir frá 2012 eða sex sinnum.

Judodeild UMF Selfoss

Nýjar fréttir