-10.9 C
Selfoss

Kjúklingur í rauðu pestó

Vinsælast

Jón Lárus Stefánsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Kærar þakkir Lilja fyrir að láta langþráðan draum minn um að vera sunnlenski matgæðingur vikunnar verða að veruleika.

Ég verð seint sakaður um að vera stjörnukokkur en ég er þó fínn í að fylgja góðum uppskriftum! Þessi uppskrift er einstaklega fljótleg og þægileg en ætti þó að slá í gegn hjá öllum. Um er að ræða dýrindis kjúklingarétt með piparosti, hvítlauk og pestó sem gott er að bera fram með salati og hrísgrjónum.

Kjúklingur í rauðu pestó

1 pakki af kjúklingabringum
4 stk hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 l matreiðslurjómi
1 stk piparostur
1 krukka rautt pestó
2 msk soyasósa
5-10 dropar tabasco sósa

Fyrst er hvítlaukurinn léttsteiktur upp úr smjöri, síðan er matreiðslurjómanum, piparostinum, rauða pestóinu, soyasósunni og tabasco sósunni bætt saman við til þess að búa til sósuna.

Á meðan sósan mallar eru síðan kjúklingabringurnar brúnaðar á hvorri hlið á annari pönnu og þeim síðan raðað á eldfast mót. Því næst er sósunni hellt yfir bringurnar og mótinu síðan skellt inn í 180°c ofn í sirka 30 mínútur eða þar til bringurnar eru fulleldaðar.

Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Ég ætla að skora á ástríðukokkinn Hauk Andra Grímsson til þess að deila hæfileikum sínum í matargerð með alþjóð.

Nýjar fréttir