-13.8 C
Selfoss

Ný umsagnagátt Alþingis tekin í notkun 

Vinsælast

Ný gátt fyrir umsagnir um þingmál hefur verið tekin í notkun.

Umsagnagáttinni er ætlað að einfalda ferlið fyrir þau sem vilja senda inn umsagnir um þingmál sem eru í umfjöllun fastanefnda, tryggja betur öryggi gagna og rekjanleika auk þess sem birting verður skilvirkari. Umsagnaraðilar skrá sig inn í gáttina með rafrænum skilríkjum, velja þingmál af lista, draga viðeigandi skjöl inn í gáttina og senda. Allar umsagnir sem sendar eru til fastanefnda vegna þingmála eru birtar á vef undir viðkomandi máli og eru þar af leiðandi öllum opnar, sbr. starfsreglur fastanefnda sem forseti Alþingis hefur sett.  

Hér er hægt að tengjast umsagnagátt Alþingis og á vef Alþingis má nálgast leiðbeiningar um ritun umsagna. 

Alþingi

Nýjar fréttir