-13.1 C
Selfoss

Moskvít gefur út lagið Þú

Vinsælast

Í dag, föstudaginn 1. mars kom út nýtt lag frá sunnlenska bandinu Moskvít sem ber heitið Þú, en lagið er fyrsta lag Moskvít sem gefið er út á Íslensku, en ensk útgáfa lagsins You, kemur sömuleiðis út þann 1. Lagið var framlag Moskvít til Söngkeppni Sjónvarpsins en náði því miður ekki inn í keppnina. Þeir láta þó ekki deigann síga og segja að það sé alltaf hægt að reyna aftur.

„Lagið Þú fjallar um fólk sem er ofboðslega upptekið af sjálfu sér. Fólk sem má segja að séu „atvinnu fórnarlömb“, sem lenda alltaf í einhvernu, en að þeirra sögn gerðu aldrei neitt til að koma sér í þær aðstæður. Stundum er það reyndar vandamálið, að gera ekki neitt. Þeirra Satan er sá sem bendir á hvað viðkomandi gæti gert betur,“ segir í tilkynningu frá Moskvít.

Þú er hresst og skemmtilegt lag sem auðvelt er að syngja með og eru strákarnir spenntir að heyra hvernig fólk tekur í þennan nýja smell, en blaðamaður getur staðfest það á meðan hann raular viðlagið í sífellu við þessi fréttaskrif, eftir eina hlustun.

Nýjar fréttir