-7.2 C
Selfoss

Kátir dagar og Flóafár

Vinsælast

Segja má að viðburðirnir Kátir dagar og Flóafár séu vorhátíð FSu sem tengja má við hækkandi sól og karnívalstemningu eða blót í lok þorra eða bros í byrjun góu. Á Kátum dögum er boðið upp á ýmis og fjölbreytileg námskeið en Flóafár er innbyrðis keppni nemenda í öllum þeim námsgreinum sem FSu býður upp á – og um leið er Flóafár skemmtun þar sem sköpunin og fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Ekki er þar keppt til einkunna heldur til gagns og gamans innan skólasamfélagsins. Flóafár er lokahnykkur Kátra daga og hófst núna að morgni föstudags 1. mars klukkan 9.00 en dagana á undan hafa nemendur kætt sig á námskeiðum og samveru í tvo daga.

Ljósmynd: Aðsend.

Flóafár er í raun og veru mjög merkilegur viðburður í sögu skólans en fyrsta fárið fór fram 27. febrúar árið 1998 og hefur haldist allar götur síðan. Sumir segja að Kátir dagar og Flóafár séu skemmtilegstu viðburðir hvers skólaárs því þá sleppa menn höndum og huga af beinni kennslu og bóklestri – stofurnar og allt rými skólans fær nýja merkingu. Skólahúsnæðið iðar af lífi og allt leysist upp eins og í karnivali. Starfsfólk klæðist óvenjulegum búningum og nemendur hópast í lið sem eru búin til og skipulögð af þeim sjálfum. Kennarar búa til þrautir þvert á kennslugreinar. Þannig býr efnafræðikennari til þraut í íslensku og enskukennarinn fer í hlutverk myndlistarkennarans. Spænskuþrautin er í höndum smíðakennarans og félagsfræðin eða sálfræðin verða að viðfangsefni íþrótta eða smíðagreina. Öllu er snúið á haus.

jöz.

Nýjar fréttir