Í febrúar sl. var skrifað undir nýjan samstarfssamning milli Frískra Flóamanna, ÍBR-viðburða og Björgunarfélags Árborgar um framkvæmd Laugavegshlaupsins til næstu þriggja ára. Laugavegshlaupið fer fram um miðjan júlí ár hvert og nýtur fádæma vinsælda á meðal hlaupara bæði á Íslandi og erlendis en þátttaka hefur verið milli 600 og 700 hlauparar. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og endar í Húsadal í Þórsmörk. Frískir Flóamenn leggja til um 40 manns í sjálfboðavinnu við drykkjarstöðvar og brautarvörslu á átta stöðvum á leiðinni. Björgunarfélag Árborgar leggur til mannskap, bíla og búnað til að flytja sjálfboðaliða, varning, drykki og mat á allar stöðvarnar og auk þess sjá þeir um flutning á búnaði hlaupara sem þeir geta sótt í á miðri leið og gæta öryggis þar sem vaða þarf ár og víðar.
Mikil vinna og skipulagning er nauðsynleg til að hægt sé að framkvæma slíkan viðburð á hálendi Íslands, utan alfaraleiða.
Aðilar að samstarfssamningnum hafa átt farsælt samstarf um framkvæmd Laugavegshlaupsins a.m.k. frá árinu 2006 og því afar ánægjulegt að semja um áframhaldandi samstarf um þetta skemmtilega verkefni.