3.9 C
Selfoss

Brooks á Íslandi og Fætur Toga styrkja íþróttafélög um skó fyrir 13 milljónir

Vinsælast

Fjóla Signý Hannesdóttir eigandi Run2 ehf., sem bæði rekur heildverslun og íþróttavöruverslunina Fætur Toga, hefur styrkt fimm íþróttafélög á landinu með nýjum íþróttaskóm. Iðkendur og þjálfarar í meistaraflokkum fimm liða fengu að þessu sinni skópar frá Brooks að eigin vali, en heildarupphæð styrksins til félaganna nemur rúmlega 13 milljónum króna.

Skrapaði saman fyrir skóm með því að selja rabarbara úr sveitinni

„Ef maður getur styrkt eða hjálpað til á maður að gera það. Sjálf var ég íþróttakona sem átti ekki efni á að kaupa mér góða skó og leitaði allra leiða til að skrapa saman fyrir keppnisferðum, t.d. með því að selja rabarbara úr sveitinni,“ segir Fjóla Signý og bætir við að hún viti vel hversu mikið hágæða skór geti hjálpað íþróttafólki að ná betri árangri og nefnir hversu þakklát hún var að hafa sjálf fengið skó í styrk frá innflutningsaðila Brooks á sínum tíma. „Ég vildi að ég gæti gefið meira en ég er búin að fara núna rúmlega yfir það sem ég get gefið, allavega þetta árið.“

Gefur til baka

Meðal félaga sem fengu styrk var UMF Selfoss, en það er einmitt heimabær Fjólu Signýjar, sem hefur alltaf og keppt undir merkjum Selfoss í frjálsum. „Íþróttirnar hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag og er ég því að reyna að gefa eitthvað til baka,“ segir hún að endingu.

Félögin sem fengu styrk eru meistaraflokkur Selfoss í frjálsíþróttum og fimleikum, karla og kvennalið mestaraflokka Selfoss í hand- og fótbolta, Grindavíkur í handbolta, Vals í hand- og fótbolta, ÍR í handbolta og KR í fótbolta.

Brooks skór fást í verslunum um land allt.

Nýjar fréttir