-1.1 C
Selfoss

Spá tæplega 50% íbúaaukningu í Árborg á næstu 10 árum

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en samkvæmt henni ætlar sveitarfélagið að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu 2.350 íbúða á næstu 5 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS.

Húsnæðisáætlunin byggir á mannfjöldaspá sem áætlar að mannfjöldi í Árborg komi til með að aukast um 46,6% á næstu 10 árum, eða u.þ.b. 3,9% á ári. Frá árinu 2021 hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 4,1%.

„Markmið sveitarfélagsins í lóðamálum er að fjölbreytt lóðaúrval sé til staðar sem annar eftirspurn. Að íbúðarbyggð sé í góðum tengslum við atvinnu, þjónustu, útivistarsvæði og náttúru. Leitast skal við að þétta byggð og byggja upp á auðum lóðum,“ segir í tilkynningunni.

Lóðir fyrir 3.290 íbúðir hafa verið skipulagðar af sveitarfélaginu og á næstu árum er stefnt á að skapa skilyrði til að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir allt að 2.289 íbúðir til viðbótar við þær lóðir sem hafa nú þegar samþykkt deiliskipulag.

Nýjar fréttir