-7.1 C
Selfoss

Góður árangur á Íslandsmeistaramóti

Vinsælast

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram í Reykjavík helgina 10-11.febrúar. Lið HSK/Selfoss hafnaði í 4.sæti í heildarstigakeppninni en lið Breiðabliks sigraði heildarstigakeppnina. Lið HSK/Selfoss sigraði í flokki 14 ára stúlkna og lenti í öðru sæti í flokkum 11 og 13 ára pilta.

Keppendur Frjálsíþróttadeildar Selfoss stóðu sig mjög vel á mótinu, höluðu inn fjölda stiga og mjög margir náðu að bæta sinn persónulega árangur.

Anna Metta þrefaldur Íslandsmeistari.

Anna Metta Óskarsdóttir náði stórkostlegum árangri á mótinu og var sannkölluð stökkdrottning með gullverðlaun í öllum stökkum í flokki 14 ára stúlkna. Hún setti nýtt mótsmet er hún stökk 10,93m í þrístökki, í langstökki sveif hún lengst allra með 4,97m löngu stökki og hún vippaði sér hæst allra í hástökki er hún sveif yfir 1,46m. Hún vann einnig þrenn silfurverðlaun í hlaupagreinum og bætti hún sig í þeim öllum. Í 60m hlaupi hljóp hún á 8,47s, í 600m hlaupi á 1:55,15 mín og í 60 grind kom hún í mark á tímanum 10,38 sek.

Adda Sóley Sæland vann bronsverðlaun í kúluvarpi í flokki 14 ára er hún þeytti kúlunni 8,74m og hún vann einnig bronsverðlaun í 600m hlaupi á timanum 1:55,40 mín.

Andri Már Óskarsson vann til fjögurra bronsverðlauna í flokki 11 ára. Hann bætti sig í 400m hlaupi er hann kom þriðji í mark á tímanum 72,61 sek. Hann bætti sig einnig í langstökki er hann sveif 4,08m og hann fékk bronsverðlaun í heildarþrautinni en þar undir eru allar greinar í 11 ára flokki sem keppt er í á mótinu. Hann vann síðan til bronsverðlauna í blandaðri boðhlaupssveit í flokki 11 ára í 4x200m boðhlaupi ásamt þeim Heiðdísi Lilju Sindradóttur og Bjarkeyju Sigurðadóttur.

UMFS

Nýjar fréttir