3.9 C
Selfoss

Bikarmót – úrtökumót fyrir Norðurlandamót unglinga

Vinsælast

Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi fer fram Bikarmót eldri flokka í hópfimleikum. Mótið verður haldið í Egilshöllinni og kemur fimleikadeild Selfoss til með að senda 4 lið til keppni á mótinu. Harðasta keppnin verður í 1. flokki, þar sem stúlknalið Selfoss mun keppa um þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga sem fer fram í Svíþjóð í apríl. Keppnin í ár er mjög jöfn en það eru 4 stúlknalið frá fjórum fimleikafélögum að keppast um keppnisrétt á Norðurlandamótinu, en aðeins tvö lið verða valin til að keppa fyrir Íslands hönd. Stúlkurnar okkar hafa lagt mikla vinnu í æfingar og undirbúning síðustu mánuði og nú er komið að því að uppskera. Við stefnum að því að mæta sem allra flest í stúkuna og sýna stelpunum stuðning í þessu stóra verkefni og við hvetjum alla til að fjölmenna. Mótið hefst kl 15:20 og fer sem fyrr segir fram í Egilshöllinni í Grafarvogi. Málum stúkuna vínrauða og hvetjum stúlkurnar okkar – ÁFRAM SELFOSS!

Liðskynning – 1. flokkur Selfoss

Fimleikadeild UMFSelfoss

Nýjar fréttir