1.7 C
Selfoss

Systurnar sigruðu í Flyglinum

Vinsælast

Þann 7. febrúar ár hvert halda tónlistarskólar landsins upp á Dag tónlistarskólans. Í Tónskóla Mýrdalshrepps voru hátíðlegir tónleikar í ár og var flutningur í höndum nemenda og kennara skólans.

Eftir tónleikana fór fram afhending verðlauna í tónlistarkeppninni Flygill, en sú keppni var í fyrsta skipti haldin í ár, að frumkvæði Alexöndru Chernyshovu, Tónskólastjóra, fyrir nemendur Tónskólans sem eru orðnir sjötíu talsins.

Þeir nemendur sem tóku þátt í voru á aldrinum 8 til 12 ára, tuttugu og sjö talsins. Keppt var í þremur flokkum sem allir fjölluðu um flygil: Teiknimynd, ævintýrasaga og frumsamið lag.

Það voru systurnar Laufey og Freyja sem sópuðu að sér öllum verðlaunum keppninnar, enda efnilegar og duglegar ungar tónlistarkonur. Laufey fékk tvenn verðlaun fyrir besta lag og bestu teiknimynd og Freyja fékk verðlaun fyrir bestu söguna. Þá fengu allir þátttakendur viðurkenningar og glaðning.

Heiðursdómari keppninnar var Anna Björnsdóttir, tónlistarkona. Í haust á síðasta ári, að frumkvæði Önnu, eignaðist Tónskólinn í Vík Yamaha Flygil, sem stendur í sal tónskólans sem er mikið elskaður og í mikilli notkun.

Nýstofnaður barnakór, Syngjandi aldan, frumflutti nýtt lag um flygil, Hjarta tónskólans og hægt er að hlusta á lagið rás Tónskólans á Youtube. Merkilegt nokk en texti/ljóð lagsins er að hluta til eftir Kolbrúnu Hjörleifsdóttur, ömmu vinningshafanna, Laufeyjar og Freyju.

Nýjar fréttir