-1.6 C
Selfoss

Katharina valin á forsetalista HR

Vinsælast

Á haustmisseri 2023 varð Katharina S. Jóhannsdóttir frá Selfossi ein þeirra sem fékk þann heiður að vera valin á forsetalista háskólans í Reykjavík. Þeir nemendur sem komast á forsetalista eru 1-3% sem ná bestum námsárangri í námi á hverri önn og var Katharina á meðal þeirra.

Markmiðið með forsetalista HR er hvatning fyrir nemendur sem ná framúrskarandi árangri í námi og til vekja athygli á árangri þeirra. Þeir nemendur sem komast á forsetalista hljóta styrk sem nemur skólagjöldum einnar annar. Auk þess er mikill heiður að komast á slíkan lista og getur viðurkenningin til dæmis skipt máli þegar sótt er um framhaldsnám eða atvinnu.

Nýjar fréttir