Suðurlandsmótið í skák var haldið í Fischersetrinu á Selfossi síðastliðinn laugardag, 3. febrúar.
Mættu 22 skákmenn til leiks og voru tefldar 8 umferðir.
Róbert Lagerman bar sigur úr býtum og vann alla sína andstæðinga. Davíð Kjartansson endaði í öðru sæti með 7 vinninga og var jafnframt krýndur Suðurlandsmeistari þriðja árið í röð þar sem hann varð efstur heimamanna. Erlingur Jensson varð þriðji.
Efstur skákmanna undir 18 ára var Gabriel Landmark frá Írlandi.
Ari Björn Össurarson annaðist framkvæmd mótsins og sigurvegarinn Róbert Lagerman var skákdómari.