3.9 C
Selfoss

Nóg um að vera í Bókasafni Árborgar á Selfossi

Vinsælast

Þessa vikuna er nóg um að vera hjá Bókasafninu. Í kvöld, mánudaginn 19.febrúar, byrjar námskeið um Meistarann og Margaretu í umsjón Sigríðar Pálsdóttur. Námskeiðið var fyrst haldið í fyrravetur og spuðist mjög vel út. Núna verða þetta 6 skipti, alltaf á mánudögum kl. 18:00-20:00 og það er enn hægt að bæta við þátttakendum.

Fimmtudagskryddið að þessu sinni verður Steinunn Sigurðardóttir bæjarskáldið okkar. Hún fékk um daginn Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir nýju skáldsöguna sína Ból. Steinunn ætlar að koma til okkar kl .17:00  fimmtudaginn 22.febrúar.

Nú er fallegu ljósmyndasýningunni hennar Dagnýjar lokið hér en ennþá er hægt að sjá verkin hennar á norðurveggnum í Sundhöllinni. Í Listagjánni taka við nemendur á listabraut FSU þeirra sýning verður opnuð 23.02. 2024 og stendur til 15.mars.

Næsta laugardag verður Hinrik Óskarsson með byrjendanámskeið í fluguhnýtingum frá kl. 13:00 – 15:00. Nú fer að vora og vonandi er gjöfult silungsveiðisumar framundan og ekki seinna vænna að fara að undirbúa það. Það er orðið uppbókað á þennan viðburð en hægt að setja sig á biðlista í afgreiðslu bókasafnsins með því að senda póst með nafni og símanúmeri, merkt fluguhnýtingar á afgreidsla@arborg.is.

Á Bókasafninu er eins og alltaf hægt að fá bækur og skoða bækur, lesa blöðin, spila, prjóna eða spjalla og njóta sín með vinum eða í eigin heimi. Eins og alltaf er frítt inn á alla okkar viðburði og verið öll hjartanlega velkomin til okkar allan daginn alla daga.

Bókasafn Árborgar

Nýjar fréttir