3.4 C
Selfoss

Yfirstjórn Seyruverkefnisins flyst á Laugarvatn

Vinsælast

Halldóra Hjörleifsdóttir hefur látið af störfum sem þjónustufulltrúi Seyruverkefnisins en verkefnið hefur nú verið flutt til Umhverfis og tæknisviðs Uppsveitanna, UTU, á Laugarvatni. Verður öllum verkefnum sem áður voru á höndum þjónustufulltrúa sinnt þaðan í framtíðinni.

Það eru Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Verkefnið felst í því að sveitarfélögin sjá um hreinsun rotþróa. Hverja rotþró þarf að hreinsa á þriggja ára fresti. Seyrunni er safnað af seyrubíl sem flytur hana að Seyrustöðum, í Hrunamannahreppi. Það er seyrunni blandað saman við kalk og stundum einnig grasfræ. Þegar seyran hefur verið kölkuð er henni dreift á sérstakt dreifingarsvæði inn á Hrunamannaafrétti þar sem hún er notuð í uppgræðslu. Rotþrær á svæðinu eru nú vel ríflega 7.000 og hefur þeim fjölgað ört undanfarin ár. Verkefnið hefur frá upphafi verið mikið frumkvöðlastarf en Seyrustaðir eru eina vinnslustöð sinnar tegundar á Íslandi.

Nýjar fréttir