3.9 C
Selfoss

Notuð barnaföt í skiptum fyrir inneign

Vinsælast

Lindex „second hand“ verður að veruleika

Lindex hefur sett af stað verkefni sem hefur það markmið að loka hringnum. Nú geta viðskiptavinir komið með notaðan Lindex barnafatnað í allar verslanir Lindex og fengið í staðinn inneign í versluninni. Notaði fatnaðurinn verður síðan seldur í völdum Lindex verslunum á Íslandi.

Í tilkynningu frá Lindex segir að með því að hefja sölu á notuðum barnafötum séu þau að stíga næsta skref í átt að sjálfbærni. Verkefnið sé hluti af áframhaldandi vinnu Lindex við að prófa og kanna ný, hringlaga viðskiptamódel til að lengja endingartíma fatnaðar.

„Við sjáum mikla eftirspurn eftir „secondhand“ meðal viðskiptavina okkar og erum því ánægð með að geta aukið vöruframboð okkar og komið til móts við viðskiptavininn á nýjan hátt” segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Mæta áskorunum nútímans

Hluti af sjálfbærni loforði Lindex er að skipta máli fyrir komandi kynslóðir og þetta skref er mikilvægur þáttur í að mæta áskorunum nútímans varðandi loftslag og skort á náttúruauðlindum. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að allt vöruúrvalið verði hannað fyrir langlífi og/eða hringrás fyrir árið 2025.

Lindex er í umbreytingu yfir í enn sjálfbærara fyrirtæki, þar sem hver flík nýtist lengur og styður við sjálfbærari vöxt sem á sama tíma hefur áhrif á loftslag og náttúruauðlindir.

Lengja líftíma vörunnar

„Með nýrri þjónustu og hringlaga viðskiptamódelum viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að endurnýta og um leið auka vöruframboð okkar.  Þannig getum við saman lengt líftíma vörunnar. Um leið fáum við hjá Lindex dýrmæta innsýn í hvernig við getum þróað vörur okkar til endast lengur,“ segir Annette Tenstam, yfirmaður sjálfbærnimála hjá Lindex.

 „Ég hvet alla okkar viðskiptavini til að kíkja í fataskápinn og athuga hvort ekki leynist vel með farinn barnafatnaður sem er orðinn of lítill og nýtist ekki lengur til þess að koma til okkar í næstu Lindex verslun og skila inn. Við gefum inneign í staðinn sem getur nýst til að kaupa nýjan fatnað sem passar betur,“ segir Lóa að lokum.

Nýjar fréttir