-1.1 C
Selfoss

Banaslys við Pétursey

Vinsælast

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar nú í kvöld, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Árekstur varð milli dráttarvélar og jeppa og var einn aðili úrskurðaður látinn á vettvangi. Aðrir slasaðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.

Nýjar fréttir