3.9 C
Selfoss

Vel sóttur kynningarfundur í Vík

Vinsælast

Fjöldi manns sóttu opinn kynningarfund um mat á umhverfisáhrifum færslu Hringvegar um Vík í Mýrdal sem Vegagerðin hélt í félagsheimilinu Leikskálum. Var almenn ánægja með fund af þessu tagi en fulltrúar Vegagerðarinnar og VSÓ ráðgjafar svöruðu spurningum þeirra sem þess óskuðu.

Fundurinn stóð í þrjá tíma með því sniði að umhverfismatsskýrslan, teikningar m.a. af þeim veglínum sem teknar eru fyrir, myndir af framkvæmdum fyrir og eftir lá frammi til skoðunar og sérfræðingar svöruðu spurningum og útskýrðu betur hvað felst í því mikla starfi sem lagt hefur verið í við þetta mat. Ekki voru haldin nein framsöguerindi en gestum gafst tækifæri að átta sig betur á því sem liggur að baki hverri tillögu.

Fundurinn var mjög vel sóttur. Á tímabili voru um 60 manns í einu í húsinu og reikna má með að í allt hafi um 100 manns sótt fundinn og aflað sér betri upplýsinga. Fundargestir lýstu og skoðunum sínum á mismunandi kostum sem eru til skoðunar í matinu. Ekki voru allir á einu máli og augljóst að fólk sér mjög mismunandi kosti og galla á þeim leiðum.

Margir nefndu að mikil og góð vinna hefði farið fram og þökkuðu fyrir það auk þess að lýsa ánægju yfir fundi sem þessum sem hefði skýrt myndina til muna.

Kynning á umhverfismatsskýrslunni fer fram annars fram í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og er kynningartími til 29. janúar og er opið fyrir athugasemdir til þess tíma. Fundargestir voru og eru hvattir til þess að skila inn sem flestum athugasemdum en brugðist verður við þeim öllum og spurningum svarað.

Vegagerðin

Nýjar fréttir