Dagmar Sif Morthens er með lágmark í Úrvalshóp FRÍ. Fyrir átti Frjálsíþróttadeild Selfoss níu félaga í hópnum og er hún sú tíunda til að ná lágmarki. Dagmar Sif kastaði 500gr spjóti 38,49m í sumar en lágmarkið í hópinn er 38m. Af einhverjum orsökum þá fór þessi árangur hennar fram hjá þeim sem að yfirfara allan árangur með tillliti til Úrvalshópsins en að sjálfsögðu átti hún að fá boð í hópinn í haust þegar hópurinn var valinn. Frábær árangur hjá Frjálsíþróttadeild Selfoss að eiga 10 keppendur sem ná inn í Úrvalshópinn en ströng lágmörk eru inn í hópinn.
Frjálsíþróttadeild Selfoss