Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik. hefur kallað Selfyssinginn Teit Örn Einarsson til Kölnar vegna veikinda í landsliðshópnum.
Teitur Örn mætir til Kölnar í dag og kemur til móts við íslenska landsliðshópinn sem mætir Austurríki á morgun.
Teitur Örn leikur með SG Flensburg-Handewitt og var í 35 manna hópnum sem upphaflega var valinn og tilkynntur til evrópska handknattleikssambandsins og var á bakvaktinni ef eitthvað kæmi uppá. Hann hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.