-6.3 C
Selfoss

Snjalltæki í einkaeigu bönnuð í Grunnskólanum Hellu

Grunnskólinn Hellu varð símalaus mánudaginn 15. janúar sl. Eftir miklar umræður ákváðu stjórnendur skólans að fela skólaráði að kanna hug foreldra og starfsmanna skólans til þeirra mála.

Í skólaráði sitja fulltrúar nemenda, foreldra, kennara, annarra starfsmanna og stjórnenda. Lögð var fyrir viðhorfskönnun þar sem spurt var um hvaða útfærsla á breyttum skólareglum hugnaðist fólki best og hvernig útfærslu fólk sæi fyrir sér ef skólinn yrði símalaus.

Í ljósi niðurstöðu könnunarinnar og vitundarvakningar varðandi notkun snjalltækja komst skólaráð að þeirri niðurstöðu að notkun snjalltækja í einkaeigu nemenda verði bönnuð í Grunnskólanum Hellu.

Fleiri myndbönd