1.7 C
Selfoss

Kristín er íþróttamaður Skaftárhrepps 2023

Vinsælast

Kristín Lárusdóttir hestakona var útnefnd íþróttamaður Skaftárhrepps 2023 af Íþrótta- og tómstundanefnd Skaftárhrepps við athöfn í Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri þann 6. janúar sl.

Auk Kristínar voru Daníel Smári Björnsson frjálsíþróttamaður og Svanhildur Guðbrandsdóttir hestakona tilnefnd sem íþróttamenn ársins. Daníel Smári Björnsson fékk viðurkenninguna efnilegasti íþróttamaður Skaftárhrepps 2023 og Sigurjón Ægir Ólafsson fékk sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir stórglæsilegan árangur í kraftlyftingum á árinu 2023.

Að lokinni verðlaunaafhendingu afhenti Systrakaffi Ungmennafélaginu Ármanni 80.000 krónu styrk sem var ágóðinn af seldum spjöldum á jólabingóinu sem haldið var í desember. Þá kíktu tveir fjörugir jólasveinar við sem sögðust ekkert hafa að gera við peninga og veittu Ungmennafélaginu Ármanni 100.000 krónur sem þeir höfðu í fórum sínum.

Nýjar fréttir