3.9 C
Selfoss

Hver verður Suðurlandsmeistari 2023?

Vinsælast

Suðurlandsmótið í skák verður haldið laugardaginn 3. febrúar í Fischersetri á Selfossi, en áður var því frestað vegna veðurs. Mótið hefst kl. 12.00 og tefldar verða 8 umferðir 15+5 (15 mínútur og 5 sek aukatími á hvern leik).

Fyrir fyrsta sæti í mótinu eru 40.000 krónur
25.000 krónur fyrir annað sætið.
15.000 fyrir þriðja sætið.

Mótið er haldið af Skákfélagi Selfoss og nágrennis.
Mótstjóri er Ari Björn Össurarson og skákdómari er Róbert Lagermann.

Öllum er velkomið að taka þátt en aðeins þátttakendur með lögheimili á Suðurlandi geta verið krýndir Suðurlandsmeistari.

Frítt fyrir titilhafa og yngri en 18 ára.
Opið er fyrir skráningar hér.

Nýjar fréttir