Laugardaginn 20. janúar kl. 17:00 koma Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og söngkona og Sergio Coto Blanco lútuleikari fram í Kotstrandarkirkju og leika tónlist sem hljómar sjaldan hérlendis.
Á efnisskránni er ensk tónlist frá tímum Shakespeares og Elísabetar I Englandsdrottningar leikin á hljóðfæri frá þeim tíma. Glaðlegir dansar hljóma í bland við tregafulla tóna, jafnt sönglög sem hljóðfæratónlist.
Eftir tónleikana verður diskur með verkum úr efnisskránni til sölu.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.