1.1 C
Selfoss

Arneyjarpeysa

Vinsælast

Gleðilegt ár kæru prjónarar!
Hannyrðabúðin er mætt aftur til leiks eftir nokkurt hlé og vonum við að það gleðji ykkur.

Uppskriftin að þessu sinni er lopapeysa, hlý og góð fyrir vetrardaga. Við leikum okkur að því að blanda saman tvöföldum plötulopa og mohair, þannig að peysan er úr lopa en mynstrið úr mohair. Við notum mislitan fjögurra þráða mohair frá Rico sem heitir Fashion Fabulous 4 en auðvitað má velja saman 4 liti af fínu mohairgarni til að fá sömu áferð. Peysan er prjónuð neðanfrá og upp.

Við minnum á að allar uppskriftirnar okkar eru fáanlegar í Hannyrðabúðinni og þar má einnig sjá prjónuð sýnishorn af þeim öllum. 

Stærðir: 2ja – 4ra – 6 – 8 -10 ára.

Efni: 2-3-3-4-4 plötur plötulopi, 1 dk Fashion Fabulous í allar stærðir, prjónar nr. 5,0 og 6,0 – sokkaprjónar og hringprjónar 60 cm og 40 cm, prjónanælur.

Skammstafanir:
l – lykkja, sl – slétt lykkja.

Bolur:
Fitjið upp á prjóna nr. 5 með mohairgarni  86-90-98-106-114 l, tengið í hring og prjónið eina umferð stroff, 1 sl, 1 br. Skiptið yfir í tvöfaldan plötulopa og prjónið áfram stroff, 5-6-6-7-7 umf. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið slétt. Athugið að í fyrstu umferð er aukið út um 2 l í öllum stærðum jafnt yfir prjóninn. Prjónið slétt þar til bolurinn mælist 25-29-33-37-41 sm. 

Ermar:
Fitjið upp á prjóna nr. 5 með mohairgarni  22-24-26-28-30 l, tengið í hring og prjónið stroff eins og á bol. Skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið slétt. Athugið að í fyrstu umferð er aukið út um 2-2-2-4-5 l jafnt yfir prjóninn. Prjónið slétt og aukið út á undirermi í 6. hverri umferð um 2 l þar til að 34-36-40-42-45 l eru á prjóninum. Prjónið þar til ermi mælist 26-29-33-37-40 sm. Setjið 5-5-5-6-6 lykkjur á undirermi á prjónanælu. Prjónið aðra ermi eins.

Axlastykki:
Prjónið 39-41-45-48-53 l af bol, setjið næstu 5-5-5-6-6 lykkjur á prjónanælu, prjónið fyrri ermi við (29-31-35-36-39 l), prjónið 39-41-45-48-53 l af bol, setjið næstu 5-5-5-6-6 lykkjur á prjónanælu, prjónið seinni ermi við. Nú eiga að vera alls 136-144-160-168-184 l á prjóninum. Prjónið mynstur samkvæmt teikningu en gætið þess vel að sleppa umferðum þar sem við á eftir stærðum. 

Þegar mynstri er lokið eru 51-54-60-63-69 l á prjóninum. Skiptið nú yfir á prjón nr. 5,0 og prjónið stroff með lopa; 1sl, 1 br 4-5-5-5-6 umf, skiptið þá yfir í mohair og prjónið eina stroffumferð með því. Fellið laust af með mohair.

Lykkjið saman í handvegi og gangið frá endum. Þvoið úr mildu sápuvatni og leggið til þerris.

Uppskrift: Þóra Þórarinsdóttir

Nýjar fréttir