-6.8 C
Selfoss

FSu áfram í Gettu betur

Vinsælast

Fyrsta umferð í Gettu betur hófst á Rás2 sl. mánudag. Lið FSu atti þar kappi við lið Borgarholtsskóla og sigraði örugglega 35-15.

Eins og mörgum er kunnugt náði skólinn öðru sæti í keppninni í fyrra með liði skipuðu þeim Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur, Elínu Karlsdóttur og Heimi Árna Erlendssyni. Ásrún hefur nú útskrifast og hefur Valgeir Gestur Eysteinsson tekið hennar stað í liðinu við hlið Elínar og Heimis. Þjálfari liðsins er sem fyrr íslenskukennarinn Stefán Hannesson.

Önnur umferð verður 17. og 18. janúar og sjónvarpsútsendingar hefjast 8. febrúar.

Lið ML, skipað þeim Hjördísi Kötlu Jónasdóttur, Jakobi Mána Ásgeirssyni og Magnúsi Skúla Kjartanssyni, mætti ofjarli sínum í gær þegar Verzló hafði betur 12-35.

Gettu betur lið ML: Hjördís Katla Jónasdóttir, Jakob Máni Ásgeirsson og Magnús Skúli Kjartansson. Ljósmynd: ML.

Nýjar fréttir