Rangárþing eystra birti færslu á heimasíðu sveitarfélagsins í dag þar sem fram kemur að við gerð fjárhagsáætlunar hafi sveitarstjórn lagt upp með að hóflegar hækkanir gjaldskráa miðuðu við almennar verðhækkanir.
Þá hafi verið ákveðið að taka sérstakt tillit til fjölskyldufólks og því verði engar hækkanir á gjaldskrám tengdum grunn- og leikskóla sveitarfélagsins. Á það við um gjaldskrá leikskólans Öldunnar, skólamötuneytis og Skólaskjólsins, auk þess helst gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu óbreytt mili ára.
Nýjar gjaldskrár er að finna á heimasíðu Rangárþings eystra.