1.7 C
Selfoss

Hækka seinkomugjald í leikskólum Árborgar

Þann 27. september sl. barst foreldrum barna í leikskólum Árborgar tilkynning þess efnis að frá og með 1. október bæri foreldrum/forráðamönnum að greiða 1911 krónu gjald fyrir hvert hafið korter sem börn þeirra dveldu í leikskólanum umfram umsaminn vistunartíma, skipti þá ekki máli hvort börnin yrðu sótt 16:01 eða 16:14. Samkvæmt nýjum tölvupósti sem foreldrum barst á dögunum stendur til að hækka þetta gjald upp í 3000 kr um áramót.

Samhliða gjaldskrárhækkun hefur 100% afsláttur fyrir þriðja barn verið felldur niður í 75% og 100% afslátturinn færður yfir á fjórða barn.

Samkvæmt nýrri gjaldskrá Árborgar mun kostnaður fyrir barn sem skráð er í 8 tíma vistun í leikskóla með morgunhressingu, hádegisverði og síðdegishressingu og foreldri er ekki einstætt eða báðir foreldrar í fullu námi verða 48.555 kr. Ef foreldrar mæta hinsvegar seint að sækja barnið þrisvar sinnum yfir mánuðinn, mun sá kostnaður ná upp í 57.555 kr.

Fleiri myndbönd