Nemendur í íslensku á 1. þrepi í FSu fengu það verkefni í byrjun aðventu að semja og skrifa jólasögur. Á hverjum degi fram að jólum birtum við sýnishorn af sögum nemenda sem kennari þeirra Jón Özur Snorrason hefur yddað og ritstýrt og samið við fyrirsagnir. Viðfangsefnin eru af ýmsu tagi en ljóst er að jólahaldið og hátíðin, hefðir og pakkar og innihald jólanna skiptir ungt og upprennandi fólk ennþá miklu máli. Njótið lestursins og gleðilega komandi hátíð.
Saga ætlaði að upplifa hin fullkomnu jól og allir í fjölskyldunni áttu að vera saman heima um jólin. Hún og mamma voru búnar að skreyta allan desember og loksins var kominn aðfangadagur. Saga var farinn að gera sig til fyrir kvöldið. Búin að kaupa sér fallegan, rauðan kjól og var afar spennt að klæðast honum. Þegar hún var tilbúin fóru gestirnir að láta sjá sig og fljótlega settust allir við matarborðið. Það var svínahamborgarhyggur og pabbi skar niður sneiðar á diska. Með voru brúnar kartöflur, rauðkál og gular baunir. Þegar allir voru búnir að borða var sest inn í stofu og opnaðir pakkar. Loks kom að jólapakkanum hennar Sögu. Hún byrjaði að rífa pappírinn utan af. Í honum var það sem Sögu var búið að langa lengi í. Útlandaferð til Spánar á næsta ári. Saga var svo glöð að hún gleymdi sér og fór að dreyma um sól og baðstrendur og strandblak. Þegar hún lagðist á koddann um kvöldið gat hún ekki sofnað fyrir sól og sumaryl.
Júlía Sól Sigurfinnsdóttir