-9.2 C
Selfoss

Vel upplýstir fyrstu bekkingar í Sunnulækjarskóla

Vinsælast

Þann 20. nóvember sl. gaf foreldrafélag Sunnulækjarskóla á Selfossi 1. bekkingum nafnamerkt endurskinsvesti, en hefð hefur myndast fyrir því síðustu ár.
„Elís Kjartansson frá Lögreglunni kom og sagði nokkur vel valin orð við hópinn og afhenti nemendum vestin að gjöf fyrir hönd Foreldrafélagsins. Hefðin er orðin fastur liður í starfsemi foreldrafélagsins og á alltaf vel við enda mjög mikilvægt að okkar dýrmætasti hópur sjáist vel í umferðinni á dimmustu mánuðunum sem framundan eru. Nemendur voru að vonum ánægðir með gjöfina og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndara Foreldrafélagsins,“ segir Dagný Hróbjartsdóttir, ritari foreldrafélags Sunnulækjarskóla.

Nýjar fréttir