-6.3 C
Selfoss

FKA hringdu inn jólin á Selfossi

Yfir eitthundrað FKA konur af landinu öllu, Félagi kvenna í atvinnulífinu, sóttu Selfoss heim og vörðu gæðastunda saman í skreyttum Selfossbæ á árlegu Jólarölti félagsins.

Öflugar deildir og nefndir starfa í FKA, hátt í fimmtánhundruð konur um landið allt eru í félaginu og fjölmargar á Suðurlandi. Það er Viðskiptanefnd FKA sem skipuleggur jólaröltið ár hvert og er viðburðurinn hugsaður sem tengslamyndun þar sem félagkonur gera sér glaðan dag og jólainnkaupin hjá FKA konum. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir ásamt Hönnu GuðfinnuBenediktsdóttur, Claudiu Ashanie Wilson og Jessicu Kingan héldu utan um viðburðinn en þær skipa Viðskiptanefnd FKA þetta starfsár.

Konum var skipt í hópa yfir ljúffengu kakói og smákökum frá Rauða húsinu og glæsilegar veitingar voru í boði sem og afsláttu þetta kvöld hjá FKA konum í verslunarrekstri í bænumsem voru heimsóttar. Linda Björk í Stúdíó Sport, Dagrún Guðlaugsdóttir í Litlu garðbúðinni, Elín Rós Arnlaugsdóttir í Yrju barnavöruverslun, Linda Guðrún Sigurðardóttir eigandi Gallerí Ozone og mæðgurnar Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir í Lindinni tóku á móti hópnum. Þrjár konur af suðurlandinu, þær Lauren Walton eigandi Endurlífga Jewellery, María Dís eigandi Hermosa.is og Rebecca Kent höfundur bókarinnar Fúli Hvalurinn, kynntu vörur sínar á PopUp markaðstorgi og dregið var um glæsilega happadrættisvinninga og konur fengu gjafapokar með sér heim.

Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri og félagskona var með þakklætishugleiðingu og Björgvin Jóhannesson hótelstjóri sá til þess að hver og einasta kona fór syngjandi heim til sín eða beint á Risið þar sem Einar Örn Jónsson og Benedikt Sigurðsson voru með ,,Sing along” en þeir félagar töldu í fjörið með FKA konum á Hótelinu áður en þeir fóru á svið hinu megin við götuna.

Fleiri myndbönd