-9.2 C
Selfoss

Emilía Hugrún og Tómas Jónsson flytja jólalög heima

Vinsælast

Hljómlistafélag Ölfuss stendur fyrir jólatónleikaröð á Heima Bístró í Þorlákshöfn alla laugardaga fram að jólum. Á fyrstu tónleikunum munu söngkonan Emilía Hugrún og Tómas Jónsson, hammondleikari með meiru, flytja sín uppáhalds jólalög.

Emilía Hugrún sigraði söngkeppni framhaldsskólanna 2022 og er að koma heim í jólafrí frá Danmörku þar sem hún er nú í tónlistarnámi. Tómas Jónsson er á meðal fremstu hljómborðsleikara landsins og hefur bæði gefið út eigið efni og leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarfólki, þar má nefna Röggu Gísla, Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni, Hjálmum, Jónasi Sig, Bríet, Stuðmönnum, Hipsumhaps og hljómsveit sinni ADHD.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Miðasala á tix.is.

Nýjar fréttir