Þann 20. nóvember, á degi mannréttinda barna 2023, fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan sinn sjötta Grænfána. Grænfáninn er viðurkenning Landverndar til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt.
Fulltrúar grænfánanefndar er skipuð af bæði nemendum og starfsfólki grunnskólans sem vinna saman að menntun til sjálfbærni. Skólinn okkar státar af einstaklega fallegum náttúruperlum allt um kring sem gaman er að nýta með fjölbreyttum hætti. Til dæmis fara allir árgangar reglulega í útikennslu og fræðast þannig með beinum hætti að bera virðingu fyrir náttúrunni og sínu nærumhverfi.
Ruslatínsla og flokkun er einnig fastur liður í því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti.