1.1 C
Selfoss

Stöður – ný ljóðabók

Út er komin ný ljóðabók eftir Þór Stefánsson. Þetta er nítjánda frumsamda ljóðabók höfundar en hann hefur einnig sent frá sér svipaðan fjölda bóka með ljóðaþýðingum, aðallega úr frönsku.

Bækur Þórs hafa komið út á arabísku, dönsku, ensku, frönsku og japönsku en sýnishorn ljóða hans hafa verið þýdd á fjórða tug tungumála.

Nýja bókin heitir Stöður og skiptist hún í fjóra kafla þar sem höfundur tekur stöðuna á Manninum, Ljóðinu, Ástinni og Jörðinni.

Sigurður Þórir sér um útlit bókarinnar og teiknar myndir með kaflaheitum.

Þór hefur aðallega haldið til á Eyrarbakka síðastliðin 10 ár og lesið ljóð sín upp við ýmis tækifæri meðal annars á Bakkastofu, í Húsinu á Eyrarbakka  og í Bókakaffinu á Selfossi. Stöður verða til sölu í bókabúðunum á Selfossi.

Oddur-útgáfa gefur bókina út og frekari upplýsingar má fá hjá höfundi á netfanginu thor.stefansson@simnet.is eða í síma 844-5803.

Fleiri myndbönd