-6.3 C
Selfoss

Níu sveitir á HSK mótinu í sveitakeppni í bridds

Vinsælast

HSK mótið í sveitakeppni í bridds var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 11. nóvember sl. og mættu níu sveitir til leiks.

Það var ML sveitin sem náði bestum árangri á mótinu og fékk bikar að launum. Í sveitinni voru Guðmundur B Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Baldur Kristjánsson og Bjarni Ragnar Brynjólfsson. Í öðru sæti var sveit sem kallaði sig Hótel Anna. Í henni voru Garðar Garðarsson, Jóhann Frímansson, Matthías Imsland og Ómar Olgeirsson. Það var svo sveit TM sem náði þriðja besta skorinu og þar sátu við spilaborðin þeir Kristján Már Gunnarsson, Höskuldur Gunnarsson, Þröstur Árnason og Björn Snorrason.

Heildarúrslit má sjá á www.bridge.is.

Nýjar fréttir