1.1 C
Selfoss

Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun, þriðjudag, frá kl. 14 til 02 á þriðjudagsnótt vegna suðvestan hvassviðris, 15-20 m/s.

Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum inntil landsins og til fjalla.

Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Fleiri myndbönd