Á morgun, laugardaginn 18. nóvember kl.14:00, verður Spjall um grafík á Listasafni Árnesinga þar mun Valgerður Hauksdóttir listakona og Alda Rose Cartwright verkefnastjóri fræðslu á Listasafni Árnesinga spjalla við hina þjóðkunnu listakonu Ragnheiði Jónsdóttur um störf hennar og aðferðir í myndlist.
Sýningin Kosmos/Kaos er um þessar mundir til sýnis í safninu, til 22. desember nánar tiltekið, þar sem eldri grafík verk og nýlegar stórar kolateikningar eru til sýnis. Grafík verður höfð að leiðarljósi í þessu spjalli og fá gestir ítarlega innsýn í vinnslu verka hennar og hvað hafði áhrif á listsköpun hennar og aðferðir.
Ragnheiður hlaut heiðursviðurkenningu íslensku myndlistarverðlaunanna fyrr á þessu ári og á að baki ríkulegan feril sem hefur sett mark sitt á sögu listmenningar á Íslandi. Öll innilega velkomin.
Listasafn Árnesinga