Í síðustu viku veitti veitingamaðurinn Tómas Þóroddson Krabbameinsfélagi Árnessýslu styrk að upphæð 685.000kr. sem safnaðist í bleikum október. Upphæðin safnaðist við sölu á Bleikjupönnu á veitingastöðumMessans á Selfossi og Reykjavík og runnu 500 krónur af hverri seldri pönnu til félagsins, en alls seldust 1370 bleikjupönnur í október. Tómas segir að viðskiptavinir hafi verið meðvitaðir um að með því að velja Bleikjupönnu hafi þeir verið að stykja starfsemi félagsins.
Tómas hefur veitt félaginu styrki á síðustu árum með ýmsum hætti, meðal annars með matreiðslukennslu í endurhæfingarhópnum, boðið uppá súpu á viðburðum félagsins, gefið vinninga í happdrætti og nú í Bleika boðinu í október sl. bauð Tómas gestum boðsins uppá veitingar.
Krabbameinsfélag Árnessýslu leggur metnað sinn í að veita krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra uppá andlegan, líkamlegan og félagslegan stuðning með fjölbreyttri starfsemi. Fjárhagslegir styrkir gefa félaginu tækifæri til eflingar á þjónustu og viðburða sem félagsmönnum stendur til boða auk þess sem slíkir styrkir gera félaginu kleift að halda úti aðstöðu sinni að Eyravegi 31.
Svanhildur Ólafsdóttir, formaður krabbameinsfélags Árnessýslu segir mikilvægt fyrir félagið að finna velvilja og samhug samfélaginsins, það veiti hvatningu til að efla starfsemina og tækifæri til að mæta þörfum félagsmanna á þeirra forsendum.