1.7 C
Selfoss

Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna

Vinsælast

Kvenfélag Biskupstungna heldur árlegan jólamarkað sinn í Aratungu laugardaginn 25. nóvember kl. 13–16:30. Mikil spenna ríkir alltaf í kringum markaðinn og er hann stór hluti af fjáröflun kvenfélagsins en það sem safnast fer í góð málefni.

Á markaðnum er ávallt mikil jólastemning en á boðstólnum verður fallegt handverk af ýmsum toga, matvörur úr héraði, jólavörur og ýmislegt annað spennandi. Einnig er hægt að setjast niður í notalegri kaffihúsastemningu og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborði kvenfélagskvenna auk þess að taka þátt í hlutaveltunni sem er alltaf stútfull af skemmtilegum vinningum, enginn núll!

Enn eru nokkur söluborð eftir og hægt að tryggja sér borð hjá ellisifmb@gmail.com  eða í síma 865-4393.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Kvenfélag Biskupstungna

Nýjar fréttir