-6.8 C
Selfoss

Minningarathöfn um Jón Júlíus Magnússon

Þann 11. nóvember nk. verða liðin 50 ár frá því að Jón Júlíus Magnússon, Nonni Júlíu, lést af slysförum þegar hann féll í hver á hverasvæðinu í Hveragerði.

Jón varð ekki nema 17 ára. Hann eignaðist dóttur, Jónu Júlíu Jónsdóttur, sem einnig lést 11. nóvember, árið 2019, 45 ára og dó frá 4 börnum.

Æskuvinir Nonna standa fyrir minningarathöfn í Hveragerðiskirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.

Þrátt fyrir stutta ævi þá setti Jón svip á það litla og fámenna samfélag sem Hveragerði var, með ýmsum hætti.

Allir Hvergerðingar sem muna eftir Nonna eru velkomnir.

Fleiri myndbönd