Bryndís Ólafsdóttir hefur hafið störf sem sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Rangárþings á Hellu, að Suðurlandsvegi 1-3 í verslunarhúsnæðinu „Miðjan“. Bryndís hefur 18 ára reynslu af að vinna sem sjúkraþjálfari og sogæðanuddari. Hún lærði sogæðanudd í vöggu fræðinnar, Þýskalandi, og hefur starfað sem sjúkraþjálfari í Þýskalandi, Noregi og á Íslandi. Að auki er Bryndís menntaður íþróttakennari sem hefur reynst henni vel í 30 ára starfi sem kennari í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Tímapantanir hjá Bryndísi fara fram í gegnum síma 783-6868.