3.4 C
Selfoss

Gísli og Gunnar fulltrúar Suðurlands í Söngkeppni framhaldsskólanna

Nýlega fóru fram söngkeppnir í báðum framhaldsskólum landsfjórðungsins, annarsvegar Blítt og létt í ML og hinsvegar Söngkeppni NFSu, en fulltrúar keppnanna fara fyrir hönd skólanna í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á vordögum.

Í Blítt og létt fór Laugvetningurinn Gunnar Tómasson með sigur eftir að hafa flutt lagið I want to live eftir Spacehog frábærlega. Í öðru sæti var Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir með lagið if I aint got you eftir Alicia Keys og í þriðja sæti var Daníel Aron Bjarndal með frumsamda lagið Sumarást.

Hvergerðingurinn Gísli Freyr Sigurðsson, ásamt hljómsveit sinni Slysh, sigraði í Söngkeppni NFSu eftir kraftmikinn flutning á frumsamda laginu Ready Set Go. Valdís Una Guðmannsdóttir var í öðru sæti, en hún flutti Yfir borgina eftir Valdimar og Rojna Lena Hafsteinsdóttir lenti í þriðja sæti eftir flutning á Abbalaginu Andante Andante.

Fleiri myndbönd