-3.6 C
Selfoss

Syndum í nóvember

Vinsælast

Syndum, landsátak í sundi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir, er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember og var sett formlega í Sundlaug Kópavogs þann 1. nóvember sl. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.  Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti. Í átakinu taka landsmenn sig saman og synda hringi í kringum Ísland og í fyrra náðist að leggja að baki 10.2 hringi í kringum landið.

„Það er margt sem við getum gert til að bæta og viðhalda líkama og sál og allt telur. Íslendingar hafa verið duglegir að stunda sund enda búum við vel að góðum sundlaugum um allt land. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er tilvalin þjálfunaraðferð sem styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman,“ segir í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Syndum saman í kringum Ísland

Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á forsíðu www.syndum.is. Þar verður einnig hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland. Á síðunni má jafnframt finna skemmtilegan fróðleik og upplýsingar um allar sundlaugar landsins.

Nýjar fréttir