Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna fór fram á Hótel Selfossi dagana 19.og 20. október. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var endurkjörinn formaður LÍV fyrir kjörtímabilið 2023-2025
Þá á VR þrjá fulltrúa í stjórn LÍV. Það eru þau Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, nýkjörinn formaður deildar VR á Suðurlandi, Kristín María, formaður deildar VR á Austurlandi og Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarmaður VR.
Á þinginu fékk fráfarandi formaður deildar VR á Suðurlandi, Guðmundur Gils Einarsson, standandi lófaklapp þegar Ragnar Þór þakkaði honum góð og göfug störf undanfarna áratugi í þágu LÍV.
Í varastjórn eru fulltrúar VR þau Jónas Yngvi Ásgrímsson og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, stjórnarfólk VR en Jónas Yngvi er einnig búsettur á Selfossi. Selfyssingar hafa því góða fulltrúa inn í LÍV næstu tvö ár hið minnsta.