1.7 C
Selfoss

Veitingastað á Selfossi lokað eftir hnífaárás og innbrot

Vinsælast

Snemma í gærmorgun var lögregla kölluð að veitingastað á Selfossi þar sem brotist hafði verið inn í gistiaðstöðu starfsmanna. Sá er braust inn var enn á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang og var vopnaður hníf. Hann hafði skorið húsráðanda í aðra höndina þegar sá síðarnefndi ætlaði að stöðva för hans. Lögreglumenn handtóku geranda á staðnum og var hann fluttur í fangageymslu, en húsráðandi var fluttur á sjúkrahús til meðhöndlunar á skurðsári.
Lögreglan á Suðurlandi hefur málið til rannsóknar.
Vegna aðbúnaðar á staðnum hafði lögregla samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu sem komu á staðinn og ákváðu að loka á starfsemi veitingastaðarins tímabundið.

Nýjar fréttir