-9.2 C
Selfoss

Vestri reyndist sýnd veiði en ekki gefin

Vinsælast

Hamar tók á móti Vestra í Unbroken deildinni, efstu deild karla í blaki sl. miðvikudag.
Hamar var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Vestri var aftur á móti í 4. sæti. Vestramenn eru þó sýnd veiði en ekki gefin því dagsformið á liðinu hefur verið frekar misjafnt hingað til.
Hamar vann fyrstu hrinuna örugglega 25-14. Önnur hrina var jöfn og spennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna. Jafnt var í stöðunni 20-20 en þá settu Hamarsmenn í 5. gír og unnu hrinuna að lokum 25-21.
Þriðja hrina var einnig jöfn og spennandi. Hamarsmenn voru þó með frumkvæðið framan af og Vestramenn að elta. Vestri náði þó forystunni undir lokin, 25-24 og 26-25. Þrátt fyrir mikla baráttu heimamanna hafði Vestri sigur að lokum eftir upphækkun ,31-29.
Í fjórðu hrinu var aftur á móti ljóst að Hamarsmenn ætluðu ekki í oddahrinu. Þeir voru með frumkvæðið alla hrinuna og unnu hana að lokum örugglega 25-16 og leikinn 3-1.
Stigahæstir í liði Hamars voru Tamas Magyar og Tomek Leik með 17 stig en í Vestra var það Marcin Grasza með 16 stig.

Nýjar fréttir