Ljósmyndarar fortíðarinnar voru duglegir að festa tímann á filmu, framtíðarfólki til fróðleiks og skemmtunar. Eitt af því sem fyrir augu þeirra bar var bíllinn, sem lengi hefur verið samofinn íslensku þjóðarsálinni. Íbúar í strjábyggðu landi án lestarsamgangna urðu að tileinka sér tækniundur 20. aldarinnar og fátt annað verkfæri hefur átt jafn góða samleið með Íslendingum en bíllinn sem tryggði frelsi til ferðalaga um fagurt landið. Og þegar hann birtist með fjórhjóladrifi opnuðust víðerni hálendisins. En saga þessarar samgöngubyltingar var á köflum grýtt og margir hildir háðir við slæma vegi og óblíð náttúruöfl. Flestir eiga þó minningar frá skemmtilegum ökuferðum í margvíslegum farartækjum liðins tíma og eitt er víst að fátt hefur bundið betur saman land og þjóð en bíllinn.
Forlagið hefur gefið út bókina Bílar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson, en hún skartar rúmlega 900 ljósmyndum í fjórum stórum köflum sem tileinkaðir eru meginþáttum bílamenningarinnar. Bílar hafa löngum verið eitt helsta einkenni þéttbýlis, á sama tíma og þeir greiða leiðir ferðafólks um sveitir og öræfi. Í upphafi var bíllinn einkum atvinnutæki, ýmist notaður til fólks- eða vöruflutninga og sem slíkur á hann sér merka sögu. En það er svo með bílinn eins og mörg önnur mannanna verk, hann hefur einnig sínar dökku hliðar, líkt og umferðaróhöppin bera vitni um, að ógleymdu öllu baslinu sem bílamenn voru duglegir að koma sér í. Öllu þessu er komið til skila í þessari vönduðu bók sem er 320 blaðsíður að lengd í stóru broti.
Margar myndir í bókinni er frá Suðurlandi og Selfossi, en höfundur átti gott samstarf við Héraðsskjalasafn Árnesinga við öflun ljósmynda, en það frábæra safnið varðveitir einstakan ljósmyndafjársjóð. Auk þess átti höfundur í fórum sínum myndir úr safni Jóhanns Þórs Sigurbergssonar, ljósmyndara frá Selfossi, en í lok síðustu aldar voru þeir samstarfsmenn hjá Landmælingum Íslands.
Flóð á Selfossi Stundum hlaupa miklir vatnavextir í Ölfusá og verða þá flóð á Selfossi, líkt og hér árið 1948. Það vekur athygli að brúin og aðliggjandi götur hafa sloppið en Tryggvaskáli er hins vegar umflotinn. Willys-jeppi með blæjum bíður þess að fara yfir brúna, en tveimur rútum hefur verið lagt upp að gömlu símstöðinni við Austurveg: ´46 Ford frá Steindóri Einarssyni og ´42 Ford í eigu Siggeirs Lárussonar á Kirkjubæjarklaustri. Steindórsmenn eiga langferð fyrir höndum og eru við öllu búnir með þrjú varadekk á þakinu.
Vetrarfærð á Hellisheiði Hér eru tveir atvinnubílar frá Selfossi á leiðinni yfir Hellisheiði að vetrarlagi. Fremstur fer Chrysler-leigubíll árgerð 1947 í eigu bræðranna Einars og Jóhanns Sigurbergssona, en skammt á eftir er Albion-mjólkurbíll. Kaupfélag Árnesinga fékk umboð fyrir þessa skosku vörubíla árið 1953 og flutti inn nokkur eintök. Þeir náðu hins vegar engri fótfestu hérlendis og voru einungis í notkun á Selfossi, enda voru þeir bæði kraftlitlir og þungir í stýri. Á þessum árum voru Chevrolet-vörubílar meginuppistaðan í mjólkurbílaflotanum, en þeir þóttu bæði aflmiklir og liprir í akstri. Hins vegar brutu þeir stundum öxla í ófærð og var því yfirleitt auka öxlasett geymt undir aftursætinu og búnaður til að reka brotið út.
Fórnarlamb samkeppninnar Mjólkurbú Ölvesinga var stofnað í Hveragerði árið 1930 og var fyrst allra til að nota jarðhita við framleiðsluna, á sama tíma og önnur mjólkurbú notuðu kol og olíu. Samkeppnin við mjólkurbúið á Selfossi reyndist hörð og svo fór að Hvergerðingum tókst ekki að tryggja sér nægilega mikla mjólk til framleiðslunnar og lagði Ölfusbúið upp laupana árið 1938. Hér er Studebaker-vörubíll mjólkurbúsins fyrir utan höfuðstöðvarnar í Hveragerði. Hann gat bæði flutt fólk og afurðir til Reykjavíkur, en þar var rekin afgreiðsla á Laugavegi 33.
Langlíf brú Þegar elsta Sogsbrúin við Þrastalund í Grímsnesi vék fyrir nýrri steinbogabrú árið 1935 var hún flutt að Hvítá norðan Bláfells og nýttist þar ferðamönnum á leið þeirra yfir Kjöl. Hér er átta ára gömul Ford-rúta á leiðinni yfir brúna sumarið 1955 og farþegunum hefur verið hleypt út til að njóta veðurblíðunnar áður en haldið er áleiðis til Hveravalla. Við rútuna standa bræðurnir Ólafur og Björgvin Guðmundssynir.
X-1091 lenti út af á Brunanum. Dráttarbíll K.Á. að draga hann upp á veginn. Stefán Haukur Jóhannsson (12.02.1934-22.09.2016) síðar lengi lögregluþjónn á Selfossi var lengi með dráttarbílinn. Stóra-Reykjafell í baksýn, en fjærst til hægri sér í Skálafell. Nær eru Lakahnúkar.Flutningabíll Kaupfélags Árnesinga lenti utan vegar við Stóra Reykjafell vestan Hveradala sumarið 1964 og braut undan sér bæði framhjólin. Selfyssingar voru greinilega öllu vanir við björgun mjólkurbíla og annarra þungaflutningatækja á Suðurlandi því Reo-dráttarbíll af öflugustu gerð mætti fljótlega á slysstað og tók kaupfélagstrukkinn í tog. Stefnan var tekin á Kaupfélagssmiðjurnar á Selfossi þar sem byggt var yfir marga mjólkurbíla og gert við ennþá fleiri.
Leigubílar við brúarsporð. Selfyssingar hafa löngum verið miklir bílamenn og þó að íbúatalan hafi ekki verið nema rétt um 1800 árið 1961, þegar þessi mynd var tekin, voru engu að síður margir leigubílar í bænum. Bifreiðastöð Selfoss, BSS, hafði aðsetur í smáhýsi á svipuðum slóðum og pylsuvagninn vinsæli stendur núna. Eins og sjá má hafa leigubílstjórarnir aðhyllst ökutæki frá risunum þremur í Detroit, taldir frá vinstri: ´56 Chevrolet Bel Air, ´59 Ford Fairlane, ´55 Plymouth Plaza, ´56 Ford Fairlane, ´53 Plymouth Cranbrook og ´56 Dodge Mayfair. Það skal engan undra þó að nútíma fornbílamenn á Selfossi séu hrifnastir af ameríska stálinu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.