1.7 C
Selfoss

HSK bar af á Hvammstanga

Vinsælast

Helstu Ringókappar landsins 50 + leiddu saman hesta sína á æfingamóti á Hvammstanga laugardaginn 14. október í boði USVH sem tóku á móti íþróttafólkinu af mikilli rausn. Þarna mættu sex lið og leikin var tvöföld umferð, alls 30 leikir. Gekk á ýmsu og engir fóru taplausir heim en liðsmenn HSK stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu átta leiki af tíu. Svo voru þarna tvö lið af Akureyri, tvö frá heimamönnum og eitt úr Borgarfirði. Allir skemmtu sér frábærlega og stefna að næsta móti hið fyrsta.   

Nýjar fréttir