Síðasta laugardagskvöld óskuðu erlendir ferðamenn sem voru á ferð norðan Mýrdalsjökuls eftir aðstoð. Þeir höfðu þá fest jeppa sem þeir voru á í vaði á Hólmsá.
Björgunarsveitirn Stjarnan og Lífgjöf fóru til aðstoðar og nálguðust fólkið sitt hvoru megin árinnar, þar sem ekki var vitað hvort hún væri fær vegna vatnavaxta.
Vel gekk að losa bílinn þegar að var komið, og hélt fólkið til byggða niður Álftavers afrétt. Upphafleg áætlun hópsins var að gista í fjallaskála að Fjallabaki, en var ráðlagt að halda til byggða vegna aðstæðna, sem þau gerðu. Rétt fyrir miðnætti voru öll komin til byggða og aðgerðum lokið.